
Opinn fundur á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í samstarfi við Evrópustofu
Staða og horfur EES-samningsins
Ríkisstjórnin hefur á kjörtímabilinu lagt áherslu á að draga umsókn Íslands að ESB til baka og á sama tíma efla framkvæmd EES-samningsins og nánara samstarf við ESB á grundvelli hans. Þrátt fyrir þessa stefnu hefur gagnrýni á EES-samninginn aukist á undanförnum mánuðum þar sem nokkrir þingmenn hafa viðrað þá skoðun að samningurinn sé íþyngjandi fyrir Ísland og að hann taki ekki tillit til sérstöðu landsins í ýmsum málum. Í ljósi þessa er vert að spyrja: Hver er framtíð EES-samningsins? Þjónar samningurinn íslenskum hagsmunum? Sé vilji til að segja upp samningnum, hvaða aðrar leiðir eru þá færar í samskiptum landsins við ESB? Hver er afstaða þingflokkanna til samningsins og hvernig sjá þeir fyrir sér samband Íslands við ESB á komandi árum og áratugum?
-----------------------------
Framkvæmd EES-samningsins á Íslandi: Alvarlegt ástand
Stöðu Íslands við framkvæmd EES-samningsins þarf að bæta. Skortur er á pólitískum forgangi á málefnum tengdum EES-samningnum í ráðuneytum og á Alþingi. Nauðsynlegt er að auka fjárveitingu til málaflokksins, fjölga starfsmönnum, bæta skipulag og síðast en ekki síst koma á góðum aga í vinnubrögðum.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson er lögfræðingur, fyrrverandi ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins og fyrrverandi sendiherra Íslands. Hann var stjórnarmaður í Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel 2010-13.
------------------------------
Eftir erindi Sverris Hauks verða pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokka:
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata
Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og þingmaður Framsóknarflokksins
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs
Fundarstjóri:
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði og stjórnarformaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.
Fundurinn fer fram á íslensku og eru allir velkomnir.
Nánari upplýsingar: www.ams.hi.is og www.evropustofa.is
Alþjóðamálastofnun á Facebook: www.facebook.com/althjodamalastofnun
Evrópustofa á Facebook: www.facebook.com/evropustofa
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Evrópustofu, stendur fyrir opnum fundum um málefni sem eru ofarlega í umræðunni í Evrópu um þessar mundir. Sjónum er sérstaklega beint að EES-samningnum, norðurslóðum, dýravelferð, heilbrigðisþjónustu yfir landamæri, utanríkismálum og stjórnmálaástandinu í Evrópu. Fylgist með á vefsíðu Alþjóðamálastofnunar: www.ams.hi.is.