
Dr. Rochelle Burgess heldur opinn fyrirlestur en hún er lýðheilsusálfræðingur og starfar við Miðstöð heilsugæslu og félagsþjónustu við London Metropolitan University og með Rannsóknarhópi um heilsu, samfélag og þróun við London School of Economics.
Hún hefur sérhæft sig í misrétti í hnattrænni heilbrigðisþjónustu. Í verkum hennar er tekist á við tengslin á milli heilsufars og félagslegra þátta, stjórnarhátta og kerfistengdra þátta eins og fátæktar, menningar, kynþáttar og þjóðernis og samfélagsþátttöku (borgaraþátttaka (e. civil society)). Starf hennar beinist að þremur sviðum: Svæðisbundnum heilbrigðiskerfum og þjónustu; svæðisbundinni reynslu af alþjóðlegri heilsustefnu og stjórnun; og mannfræðilegri og þjóðfræðilegri nálgun á eftirlit og mat heilbrigðisaðstæðum. Rannsóknir hennar nú um stundir snúa að geðheilsu kvenna í Suður-Afríku. Hún hefur einnig unnið í Úganda, Kenýa, Svasílandi og Bretlandi og vinnur nú að þróun nýrra verkefni í Malaví og Perú á næstu árum.
Fyrirlesturinn er haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og er öllum opinn!
Viðburðurinn er á Facebook!