Hvenær hefst þessi viðburður:
13. mars 2015 - 12:30 til 17:00
Staðsetning viðburðar:

Hugvísindaþing verður haldið dagana 13. og 14. mars í Aðalbyggingu Háskólans. Ljósið er þema þingsins að þessu sinni, í tilefni af alþjóðlegu ári ljóssins, en sem fyrr er þó þingið vettvangur fyrir öll svið hugvísinda og því verða málstofur og fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar. Hægt er að skoða alla dagskrá þingsins hér.
Dagskrá:
Föstudagur 13. mars
- 12:30 til 13:00 Setning í Hátíðasal Háskóla Íslands og opnunarfyrirlestur: Þorvarður Árnason: Dýrðlegar sýnir - nokkrar birtingarmyndir norðurljósanna í máli og myndum
- 13:00-13:15 Hlé, boðið verður upp á hádegissnarl.
- 13:15-17:15 Málstofur í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
Laugardagur 14. mars
- 10:00-16:30 Málstofur í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.
- 16:30-17:00 Rektorsframbjóðendur sitja fyrir svörum í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Léttar veitingar verða í boði að þingi loknu.
Samhliða þinginu heldur Írsk-íslenska rannsóknanetið í minnisfræðum málþing undir yfirskriftinni Vandinn við minnið (The Trouble with Memory). Málþingið, sem fer fram á ensku, er öllum opið.
Sjá nánar um dagskrá Hugvísindaþings á vef Hugvísindastofnunar.
Allir velkomnir.