Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Hversu langt nær ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks?

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
6. mars 2015 - 12:00 til 13:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 102
Háskóli Íslands

Málþing Lýðheilsufélags læknanema og Orators félags laganema

Föstudaginn 6. mars nk. kl. 12-13:30 í stofu HT-102 á Háskólatorgi efna Lýðheilsufélag læknanema og Orator, félag laganema við Háskóla Íslands, til sameiginlegs málþings um ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks í starfi. Umfjöllunarefni málþingsins verður hversu langt þessi ábyrgð nær, öryggismál og þróunin í þessum málum og áhrif hennar. Álitaefni um ábyrgð heilbrigðisstarfsfólks hafa verið mikið í deiglunni, sérstaklega eftir höfðun sakamáls á síðasta ári, og ljóst að til margs þarf að líta. Félögin hafa fengið til liðs við sig sérfræðinga á þessu sviði sem munu varpa ljósi á málefnið frá sjónarhorni heilbrigðisstarfsmanna og á hina lagalegu hlið.

Framsögumenn verða:
Ólafur Baldursson, dr. med., lungnalæknir og framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, sem mun fjalla um öryggismenningu í heilbrigðiskerfum, stöðu þessara mála í samanburðarlöndum okkar, stöðuna á Landspítalanum, helstu vandamál og verkefni í tengslum við álitaefnið og mögulegar lausnir og framtíðarsýn.

Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur Læknafélags Íslands, mun fjalla um lagalegu hliðina og setja umfjöllunarefnið í þann lagaramma sem til staðar er.

Fundarstjóri:
Gunnar Bjarni Ragnarsson, yfirlæknir lyflækninga krabbameina á LHS

Allir velkomnir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012