
Kanadíska listakonan Tiffany Ayalik heldur hádegisfyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og Sendiráðs Kanada á Íslandi um sagnahefð Inúíta í Norður-Kanada.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Tiffany Ayalik fæddist í Yellowknife í Norður-Kanada og er af ínúítaættum. Hún kynntist frásagnahefð Ínúíta og heillaðist af henni þegar hún hlustaði á sögur eldra fólks af Ínúítaættum. Hún er með próf í leiklist frá Red Deer Collage í Kanada og framhaldsmenntun í leiklist frá Alberta-háskóla. Tiffany Ayalik á að baki langan leikferil og vefur gjarna menningu Ínúíta í list sína.
Í fyrirlestri sínum mun hún fjalla um hvaða áhrif það hefur haft á minnihlutahópa í Norður-Kanada að tapa upprunalegu tungumáli sínu og menningu og hvernig ungri kynslóð Ínúíta tekst að dafna sem minnihlutahópur.
Sendiherra Kanada á Íslandi, Steward Wheeler, kynnir listamanninn.