Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Fyrirlestur: Serenity Prayer Services – a Swedish 21st Century Phenomenon in Ecclesiological Perspective

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
2. mars 2015 - 11:40
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 229
Háskóli Íslands

Mánudaginn 2. mars n.k. heldur Ninna Edgardh fyrirlestur í boði Guðfræðistofnunar í stofu 229 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:40.

Yfirskrift fyrirlestursins er: Serenity Prayer Services – a Swedish 21st Century Phenomenon in Ecclesiological Perspective. Í erindi sínu fjallar Ninna Edgardh um svokallaða æðruleysisguðsþjónustu sem er sérstök tegund af guðsþjónustu sem hefur verið í mótun í Svíþjóð frá byrjun tíunda áratugar síðustu aldar vegna þarfa sem sköpuðust meðal meðlima í Tólfspora-hópum. Edgardh ræðir sérstaklega um spurninguna hvers vegna slíkar guðsþjónustur mynduðust á sínum tíma, í tengslum við aðrar breytingar sem áttu sér stað í guðsþjónustuforminu í Sænsku kirkjunni. Ennfremur fæst hún við spurninguna hvernig þetta megi túlka út frá þeim breytingum sem eiga sér stað í dag á sjálfsmynd Sænsku kirkjunnar sem þjóðkirkju eftir aðskilnað ríkis og kirkju árið 2000.

Ninna Edgardh er prestur í Sænsku kirkjunni og prófessor í kirkjufræðum við Háskólann í Uppsölum. Rannsóknir hennar varða breytingar sem eiga sér stað í kirkju og samfélagi, með sérstakri áherslu á kynjafræði. Doktorsritgerð hennar frá 2001 fjallar um femínisma og lítúrgíu út frá kirkjufræðilegu sjónarhorni. Árið 2010 birti Edgardh rannsókn á breytingum í lítúrgísku lífi Sænsku kirkjunnar 1968-2008.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012