Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Hnattvæðing fólksflutninga í ljósi stöðu suðlægra ríkja

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
13. september 2013 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Lögberg 101

Það eru margar ástæður fyrir flutningi fólks á milli landa, en talið er að um 3% mannkyns tilheyri þessum hópi. Sumir flytja vegna aukinna náms- og starfstækifæra í öðrum löndum, aðrir vegna fátæktar í heimalandi sínu, og enn aðrir í leit að mildara loftslagi sökum aldurs eða heilsu. Konum fjölgar nú í þessum hópi og einnig þeim sem flytjast úr dreifbýli yfir í þéttbýli.

Í fyrirlestri sínum mun Catherine de Wenden beina sjónum að fólksflutningum í suðlægum ríkjum með tilliti til stöðu þeirra ýmist sem brottfarar-, áætlunar- eða viðkomustaða. De Wenden mun jafnframt færa rök fyrir mikilvægi hnattrænna stjórnunarhátta til þess að draga úr því óöryggi, og jafnvel hættu, sem fólk sem flytur búferlum stendur oft frammi fyrir.

Catherine Wihtol de Wenden er sérfræðingur í fólksflutningum. Hún er rannsóknaprófessor og stjórnandi rannsóknastofnunar í alþjóðasamskiptum við Sciences Po-háskólann og í La Sapienza-háskólanum í Róm. Catherine de Wenden hefur einnig starfað sem ráðgjafi fyrir ýmsar alþjóðlegar stofnanir og er höfundur fjölmargra fræðibóka, þar á meðal Atlas mondial des migrations sem kom út árið 2012.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012