Clik here to view.

Málstofa Lífvísindaseturs föstudaginn 19. desember kl. 11:00 í Læknagarði, stofu 343.
Gestafyrirlesari veður Bjarki Jóhannesson sérfræðingur í stofnfrumurannsóknum í New York.
Hann mun ræða um rannsóknir sínar sem miða að einstaklingsmiðaðri læknismeðferð með fjölgæfum stofnfrumum. Fyrr á árinu deildi hann fyrsta sæti á grein sem birtist í vísindaritinu Natureþar sem tókst að búa til manna stofnfrumur með kjarnaflutningi úr frumum frá fullorðnum sykursýkis sjúklingum. Þetta er sama tækni og notast var við í einræktun/klónun kindarinnar Dolly árið 1996. Fluttur var kjarni úr húðfrumu einstaklings með sykursýki I yfir í kjarnalausa eggfrumu úr konu og úr urðu fósturstofnfrumur með erfðaefni húðfrumunnar. Með þessu stofnfrumumódeli er vonast til að hægt verði að auka þekkingu til að takast á við króníska sjúkdóma á borð við sykursýki og Parkinson.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllum opinn.
Nánari upplýsingar og útdráttur á ensku má finna á vef Lífvísindaseturs.