
FRÆÐSLUFUNDUR VÍSINDAFÉLAGS ÍSLENDINGA
Umbrotin í Bárðarbungu
Dr. Kristín Jónsdóttir, jarðeðlisfræðingur
Ágrip
Bárðarbunga vaknaði til lífsins með miklum látum um miðjan ágústmánuð á þessu ári. Þúsundir jarðskjálfta mældust samfara gliðnun á 40 km langri sprungu sem nær frá Bárðarbungunni norður í Holuhraun og þar hafa eldar logað síðan í lok ágúst. Í umbrotunum hefur askjan sigið um u.þ.b. 50 metra og samfara siginu mælast óvenjulegir jarðskjálftar sem verða vegna núnings á hringlaga sprungum umhverfis öskjuna. Síðan stafrænar jarðskjálfta- og landreksmælingar hófust er gliðnunaratburðurinn í norðurhluta Vatnajökuls sá fyrsti sem við mælum á Íslandi. Ennfremur er öskjusigið líklega það umfangsmesta sem fylgst hefur verið með í rauntímaeftirliti í heimi. Í fyrirlestrinum mun Kristín Jónsdóttir segja frá eldfjallaeftirlitinu og því hvernig samtúlkun mælinga er lykillinn að því að auka skilning á atburðarásinni.
Kaffi og kleinur í boði Vísindafélagsins frá kl. 11.30 – 12:00
Fundarstjóri
Erna Magnúsdóttir, rannsóknasérfræðingur