Hvenær hefst þessi viðburður:
13. september 2013 - 12:00 to 13:30
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Hátíðasalur

Jella Benner-Heinacher, framkvæmdastjóri Samtaka verðbréfa- og sparifjáreigenda í Þýskalandi heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni „Réttur smærri hluthafa í Þýskalandi: Hverju hafa dómsmál til verndar smærri hluthöfum áorkað? Fyrirlesturinn fer fram í Hátíðasal og er á vegum Viðskiptafræðideildar og Samtaka fjárfesta.
Jella Benner-Heinacher er lögmaður en hún stundaði laganám í Sviss, Frakklandi og Bandaríkjunum. Samtök verðbréfa- og sparifjáreigenda í Þýskalandi Deutsche Schutzvereinigung für Wertpapierbesitz (DSW) eru stærstu samtök sinnar tegundar í Þýskalandi með fleiri en 25.000 meðlimi. Jella Benner-Heinacher hefur verið framkvæmdastjóri samtakanna frá árinu 1994.