Hvenær hefst þessi viðburður:
5. desember 2014 - 15:00
Nánari staðsetning:
Þjóðarbókhlaða

Ársfundur Siðfræðistofnunar verður haldinn föstudaginn 5. desember kl. 15:00 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Þar veður gerð grein fyrir starfsemi stofnunarinnar á síðsta ári en síðan mun Ólafur Páll Jónsson, dósent á Menntavísindasviði halda erindi sem hann nefnir Lýðræði og siðfræði: Hvað geta skólar gert? Á eftir erindi Ólafs Páls verða pallborðsumræður með kennurum í grunn- og framhaldsskólum. Léttar veitingar í boði af fundi loknum sem er öllum opinn.