
Hildur Gylfadóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði. Verkefnið ber heitið Basel III - Útfærsla og framkvæmd hagsveifluauka.
Meginviðfangsefni verkefnisins er að skoða hinn svokallaða hagsveifluauka sem eru hluti af nýjustu Basel stöðlunum. Staðlarnir fjalla um hver útfærsla hagsveifluaukans á að vera en það er verkefni hvers lands fyrir sig að setja fram lokaútfærslu, þar sem útfærslan verður að taka tillit til aðstæðna í hverju landi fyrir sig. Ísland styðst við útfærslu Evrópusambandsins á stöðlunum en þó þarf að aðlaga það að íslenska fjármálakerfinu. Í þessu verkefni verður sett fram tillaga að útfærslu fyrir Ísland.
Leiðbeinandi er Dr. Gunnar Stefánsson og meðleiðbeinadi er Dr. Reynir Leví Guðmundsson frá FME.
Prófdómari er Eggert Þröstur Þórarinsson frá SÍ.