
Fötlun og háskólasamfélagið – hver er staðan í dag?
Ráð um málefni fatlaðs fólks býður til opins fundar um málefni fatlaðs fólks innan Háskóla Íslands, föstudaginn 21. nóvember kl. 14-16 á Litla-Torgi, á 2. hæð Háskólatorgs við Suðurgötu.
Á fundinum verður skýrsla Félagsvísindastofnunar um málefni fatlaðs fólks við HÍ 2010 – 2013 kynnt, nemendur við skólann munu segja frá upplifun sinni og reynslu af námi við Háskóla Íslands, fjallað verður um mikilvægi sveigjanlegra kennsluhátta og gefin innsýn í sjóntúlkun, ásamt því sem boðið verður upp á tónlistaratriði. Nánari dagskrá hér að neðan.
Að erindum loknum verður tími til umræðna og fyrirspurna, og í framhaldi af því verður boðið upp á léttar veitingar.
Öll velkomin!
Táknmálstúlkun verður á málþinginu.
Vakin er athygli á því að skýrsluna Málefni fatlaðs fólks við Háskóla Íslands 2010-2013 má nálgast á slóðinni www.jafnretti.hi.is undir liðnum „Útgefið efni“.
——————————————————
Dagskrá:
Kynning á skýrslu um málefni fatlaðs fólks við Háskóla Íslands 2010-2013
-Ásdís Aðalbjörg Arnalds verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ kynnir skýrsluna og helstu niðurstöður.
„Inklúsíft“ námsmat: Námsmat á forsendum nemenda
-Hvernig er hægt að haga námsmati í háskólum þannig að það taki tillit til ólíkra nemenda? Í erindinu gerir Guðrún Geirsdóttir, dósent á Menntavísindasviði og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar HÍ, grein fyrir hugmyndum að baki „inklúsívu“ námsmati (e. inclusive assessment).
Reynslusaga blinds háskólanema
-Bergvin Oddsson, MA nemi í mannauðsstjórnun og formaður Blindrafélagsins
Kýla eða kyssa og kinn – um forsendur námsvals og tilfinngar til Háskólans
-Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, MA nemi í fötlunarfræðum
Hvað er sjónlýsing? Stutt kynning þar sem gestir fá tækifæri til að kynnast því hvernig sjóntúlkun fer fram
-Þórunn Hjartardóttir, sjóntúlkur
Tónlistaratriði
-Tónlistaratriði þar sem fram koma blindir og sjónskertir listamenn frá Póllandi sem staddir eru hérlendis í tengslum við verkefnið Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu.
Fundarstjóri er Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands og formaður ráðs um málefni fatlaðs fólks.