Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Fötlun og háskólasamfélagið – hver er staðan í dag?

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
21. nóvember 2014 - 14:00 til 16:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Litla-Torg (2. hæð)
Háskóli Íslands

 

Fötlun og háskólasamfélagið – hver er staðan í dag?

 

Ráð um málefni fatlaðs fólks býður til opins fundar um málefni fatlaðs fólks innan Háskóla Íslands, föstudaginn 21. nóvember kl. 14-16 á Litla-Torgi, á 2. hæð Háskólatorgs við Suðurgötu.

Á fundinum verður skýrsla Félagsvísindastofnunar um málefni fatlaðs fólks við HÍ 2010 – 2013 kynnt, nemendur við skólann munu segja frá upplifun sinni og reynslu af námi við Háskóla Íslands, fjallað verður um mikilvægi sveigjanlegra kennsluhátta og gefin innsýn í sjóntúlkun, ásamt því sem boðið verður upp á tónlistaratriði. Nánari dagskrá hér að neðan.

Að erindum loknum verður tími til umræðna og fyrirspurna, og í framhaldi af því verður boðið upp á léttar veitingar.

Öll velkomin!

Táknmálstúlkun verður á málþinginu.

 

Vakin er athygli á því að skýrsluna Málefni fatlaðs fólks við Háskóla Íslands 2010-2013 má nálgast á slóðinni www.jafnretti.hi.is undir liðnum „Útgefið efni“.

 

——————————————————

Dagskrá:

Kynning á skýrslu um málefni fatlaðs fólks við Háskóla Íslands 2010-2013

-Ásdís Aðalbjörg Arnalds verkefnisstjóri á Félagsvísindastofnun HÍ kynnir skýrsluna og helstu niðurstöður.

„Inklúsíft“ námsmat: Námsmat á forsendum nemenda

-Hvernig er hægt að haga námsmati í háskólum þannig að það taki tillit til ólíkra nemenda? Í erindinu gerir Guðrún Geirsdóttir, dósent á Menntavísindasviði og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar HÍ, grein fyrir hugmyndum að baki „inklúsívu“ námsmati (e. inclusive assessment).

Reynslusaga blinds háskólanema

-Bergvin Oddsson, MA nemi í mannauðsstjórnun og formaður Blindrafélagsins

Kýla eða kyssa og kinn – um forsendur námsvals og tilfinngar til Háskólans

-Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, MA nemi í fötlunarfræðum

Hvað er sjónlýsing? Stutt kynning þar sem gestir fá tækifæri til að kynnast því hvernig sjóntúlkun fer fram

-Þórunn Hjartardóttir, sjóntúlkur

Tónlistaratriði

-Tónlistaratriði þar sem fram koma blindir og sjónskertir listamenn frá Póllandi sem staddir eru hérlendis í tengslum við verkefnið Ísland og Pólland gegn útilokun frá menningu.

 

Fundarstjóri er Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands og formaður ráðs um málefni fatlaðs fólks.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012