
Erindið heitir ,,Náttúra í jafnvægi? Veiðiskapur í Mývatni í 150 ár.”
Fjallað verður um hugmyndir manna um jafnvægi í náttúrunni og hvernig þær hafa verið að breytast eftir því sem þekking okkar eykst. Tekið er dæmi af silungsveiði í Mývatni, en hún hefur breyst meira í áranna rás en flesta grunar. Skoðun á sögulegum heimildum og borkjörnum úr setlögum víkkar skilning okkar á aflabrögðum í þessu fornfræga veiðivatni.
Erindið verður flutt í stofu 131 í Öskju, kl. 12:30 þann 7. nóvember næstkomandi.
Allir velkomnir, aðgangur er ókeypis.
Mynd af einu bleikjuafbrigði úr Mývatni, krús, er af vef Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn. Höfundaréttur myndar er Árna Einarssonar/ picture copyrighth Árni Einarsson.
Önnur erindi líffræðistofu HÍ má nálgast á vefslóðinni.