Hvenær hefst þessi viðburður:
25. október 2014 - 10:00 til 16:00
Staðsetning viðburðar:

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir Vísinda- og tæknidegi VoN þann 25.október 2014 en undanfarið hefur áhugi á vísindum farið vaxandi í samfélaginu.
Markmiðið með deginum er að kveikja enn frekar áhuga almennings, ekki síst barna, á vísindum og tækninýjungum ásamt því að kynna rannsóknir á sviðinu á mannamáli.
Með þessu viljum við færa vísindin nær fólki og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.
Dagskráin verður fjölbreytt í ár og boðið verður upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna.