Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Álitamál í trúarbragðafræðslu í skólum í fjölmenningarsamfélagi

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
10. október 2014 - 13:20
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa V157
Háskóli Íslands

Föstudaginn 10. október verður  haldið málþing  á vegum Trúarbragðafræðistofu Hugvísindasviðs HÍ um Trúarbragðafræðslu í fjölmenningarsamfélagi.  Málþingið er haldið til heiðurs dr. Sigurði Pálssyni pastor emeritus, fyrrverandi námsstjóra og stundakennara við Guðfræði- og trúarbragðafæðideild HÍ og Kennaraháskóla Íslands. Málþingið verður haldið í stofu V157 í VR-II og hefst kl. 13.20. Málþingsstjóri er dr. Pétur Pétursson prófessor.

  • 13:20 Málþingið sett.
  • 13:30 Hanna Ragnarsdóttir: „Trúarbrögð og lífsviðhorf ungmenna í íslensku fjölmenningarsamfélagi.‟
  • 14:00 Henry Alexander Henrysson: „Umburðarlyndi og víðsýni: Trúarbragðafræði sem samfélagsgrein.‟
  • 14:30 Gunnar J. Gunnarsson: „Trúarbragðafræðsla í grunnskólum: Hverju breytir nýja námskráin?‟
  • 15:00 Hlé.
  • 15.15 Móeiður Júníusdóttir: „Hlutverk trúarbragðafræðslu í íslensku fjölmenningarsamfélagi: Viðhorf foreldra grunnskólabarna.‟
  • 15:45 Jóhann Björnsson: „Hvað ef Guð væri grunnskólakennari?‟
  • 16:15 Sigurður Pálsson: Innræting í skólakerfinu?
  • 16:45 Pallborðsumræður.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012