
Heimildir um fortíðina innihalda margvíslegar upplýsingar um fólk og fræðimenn vitja heimildanna gjarnan til þess að kynnast þessu fólki, lífi þeirra, hugsunum og tilfinningum í von um að öðlast innsýn í fortíðina. En hversu raunsanna mynd af fólki í öllum sínum margbreytileika gefa þær heimildir sem varðveist hafa? Málþingið er hugsað sem vettvangur til að ræða þessi álitamál og fleiri frá ólíkum hliðum og um leið að leggja fram tilgátur, varpa fram nýjum spurningum og verða fyrir innblæstri fyrir áframhaldandi rannsóknir um fólk fortíðarinnar.
Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og meðlæti í hléi.
Dagskrá:
Sigurður Gylfi Magnússon: Fulltrúar fólksins! Er þá einhvers staðar að finna?
Lára Magnúsardóttir: Hver ber andlegar afleiðingar afbrota? Tilurð heimilda í sögulegu samhengi
Ólafur Arnar Sveinsson: Rannveig og Torfhildur í Kanada á 19. öld. Vangaveltur um aðferðafræðileg og siðferðisleg vandamál við úrvinnslu sendibréfa
Vilhelm Vilhelmsson: Stílfært og sett í samhengi: Um sniðmát vitnisburða í réttarheimildum
Erla Hulda Halldórsdóttir: Fortíðin er framandi land.
Kristján Mímisson: Ævisöguleg fornleifafræði og fornleifafræði hins ævisögulega
Fundarstjóri er Sigurður Gylfi Magnússon
Haustferð Sagnfræðingafélagsins og ReykjavíkurAkademíunnar á málþingið
Í tengslum við málþingið Fólk í heimildum – heimildir um fólk, standa Sagnfræðingafélag Íslands og ReykjavíkurAkademían fyrir haustferð frá Reykjavík dagana 11.-12. október næstkomandi.
Ekið verður með hópferðabíl frá aðalbyggingu Háskóla Íslands og snæddur kvöldverður að sveitahótelinu Gauksmýri í Línakradal í Húnaþingi vestra þar sem gist verður um nóttina. Á sunnudeginum verður komið við á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði þar sem aðgangur verður ókeypis og hópnum boðið upp á leiðsögn um safnið og kaffiveitingar á afslætti.
Verð með gistingu auk hádegisverðar og kvöldverðar á laugardeginum er 27.000 kr en skuldlausir félagsmenn í Sagnfræðingafélaginu og ReykjavíkurAkademíunni fá ferðina niðurgreidda um 5000 kr.
Skráning í ferðina fer fram á þessari slóð: http://akademia.is/forsida/umsoknir-2/haustradhstefna-sagnfraedhingafela...