Hvenær hefst þessi viðburður:
23. júní 2014 - 16:30
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Bratti

Brautskráning kandídata sem eru að ljúka námi í kennslufræði fyrir iðnmeistara - grunndiplóma frá Kennaradeild við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fer fram í Bratta, mánudaginn 23. júní nk. kl. 16.30.
Athöfnin hefst með tónlistaratriði sem hljómsveitin Brother Grass leikur. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor, stýrir brautskráningu kandídata og að henni lokinni ávarpa Elsa Eiríksdóttir lektor við Kennaradeild, tveir nemendur og Gunnhildur Óskarsdóttir deildarforseti Kennaradeildar. Athöfninni lýkur með samsöng undir stjórn hljómsveitarinnar. Dagskrá verður afhent við innganginn.