Hvenær hefst þessi viðburður:
29. mars 2014 - 14:00 til 15:30
Nánari staðsetning:
Borgarbókasafn - Aðalsafn

Viljum við ofurheila?
Siðfræðistofnun efnir til vísindakaffis um heimspekilegar og siðfræðilegar spurningar tengdar tauga- og heilarannsóknum. Fjallað verður um gervigreind, gervilimi, nýjustu rannsóknir á heilstarfsemi, tauga- og heilaeflingu, tauga- og heilabót og áhrif tauga-og heilarannsókna á bókmenntir. Stuttar framsögur flytja þau Heiða María Sigurðardóttir taugasálfræðingur, Kristleifur Kristjánsson, læknir og þróunarstjóri hjá Össuri, Pétur Henry Petersen, dósent við Læknadeild HÍ, og Bergljót Kristjánsdóttir, prófessor í bókmenntafræði við HÍ.
Fundarstjóri er Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.
Vísindakaffið er hluti af evrópsku rannsóknarverkefni rannsóknarverkefninu NERRI (Neuro-Enhancement: Responsible Research and Innovation) sem hefur fengið styrk úr sjöundu rammaáætlun Evrópusambandsins. Í verkefninu er sjónum beint að rannsóknum og lækningum sem miða að því að hafa áhrif á heila- og taugakerfi mannsins. Markmiðið er að efna til samfélagslegrar umræðu og virkja þá sem þróa nýjar aðferðir á þessu sviði til samræðu við notendur slíkrar þjónustu, eftirlitsstofnanir rannsókna og almenning.