Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Er friðhelgi sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna að virka?

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
28. mars 2014 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Lögberg 103
Háskóli Íslands

Opinn fundur Alþjóðamálastofnunar og Félags Sameinuðu þjóðanna.

Þeir sem starfa á vettvangi átaka fyrir Sameinuðu þjóðirnar vinna oft á tíðum við erfiðar og hættulegar aðstæður. Sem umboðsmaður starfsfólks Sameinuðu þjóðanna í Nairobi stóð Mikael vörð um réttindi umbjóðenda sinna gagnvart yfirmönnum þeirra. Í erindi sínu fjallar Mikael Magnússon um vanhæfni samtakanna til að taka á sínum innri málum. Í dag býr hann í Andalúsíu, þar sem hann meðal annars aðstoðar starfsfólk SÞ sem þarf að sækja rétt sinn gagnvart samtökunum.

Árið 2013 kom út bókin “Við skjótum þig á morgun, mister Magnússon” eftir Hauk Má Haraldsson, en hún segir frá lífshlaupi Mikaels.

Mikael starfaði fyrir Rauða krossinn og Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNEP, til fjölda ára. Hann var svæðisstjóri í Namibíu og yfirmaður í friðargæsluliði SÞ í fyrrum Júgóslavíu.

Fundarstjóri: Þröstur Freyr Gylfason, formaður Félags Sameinuðu þjóðanna

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012