
Herdís Steingrímsdóttir, lektor í hagfræði við Verslunarháskólann í Kaupmannahöfn, mun segja frá rannsókn sinni og Örnu Varðardóttur, á málstofu Hagfræðideildar.
Fyrirlesturinn heitir: Jafnrétti og hjónaband - hvaða áhrif hefur verkaskipting á heimilum á líkur á skilnaði?
Í upphafi aldarinnar var íslenskum feðrum úthlutað sérstaklega 3 mánaða fæðingarorlofi sem var tekið upp í nokkrum áföngum.
Orlofið fellur niður ef feður taka það ekki og við það skapaðist mikil hvatning til þess að taka það.
Hér er skoðað hvaða áhrif þessi breyting hafði á hjónaskilnaði. Notuð eru margvíð þversniðsgögn með samanburði á fjölskyldum sem áttu börn fyrir breytinguna og eftir hana.
Minna er um skilnaði á fyrstu árum barns ef feður eiga rétt á sérstöku orlofi. Einnig hafði launamunur para minnkað.
Allir velkomnir.