Hvenær hefst þessi viðburður:
10. apríl 2014 - 11:30 til 17:00
Nánari staðsetning:
Háskólabíó, stóri salur

Ekki missa af einum stærsta auglýsinga- og markaðsviðburði síðari ára á Íslandi. Einstakt tækifæri til að öðlast djúpa þekkingu á mikilvægustu auglýsingakynslóð allra tíma. Ráðstefnan fer fram fimmtudaginn 10. apríl í Háskólabíó.
Kynslóð Y (13-29 ára) er eftirsóttasta og mikilvægasta auglýsingakynslóð allra tíma en jafnframt sú gagnrýnasta á auglýsingar. Kynslóð Y hefur gríðarleg áhrif á samfélagið og viðskipti og er þrisvar sinnum stærri en Kynslóð X sem á undan henni kom. En hvað drífur Kynslóð Y áfram og hvernig þróar þú þína nálgun í markaðssetningu til að ná til þessarar mikilvægu kynslóðar?
DAGSKRÁ
11:30 - Húsið opnar. Hádegisverður frá Lemon (innifalið í verði)
12:30 - Ráðstefna sett
12:45 - Oliver Luckett: The Future of Social Media
14:00 - Hlé
14:15 - Joeri Van den Bergh & Mattias Behrer - How Cool Brands Stay Hot: Branding to Generation Y
16:15 - Svölustu vörumerkin á Íslandi. MMR könnun á Kynslóð Y hér á landi - niðurstöður kynntar
17:00 - Lok ráðstefnu - veitingar í boði í anddyri Háskólabíós