Clik here to view.

ÍMARK og viðskiptadeildir Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst halda í samstarfi Háskólafund ÍMARK 13. mars næstkomandi. Fyrsti Háskólafundurinn var haldinn í febrúar 2012 og vakti hann mikla lukku, því var ákveðið að endurtaka hann núna þriðja árið í röð. Tilgangur þessa fundar er að byggja brú á milli atvinnulífs og háskóla, milli fræða og praktík.
Á Háskólafundi ÍMARK verða flutt fimm stutt en fjölbreytt erindi af aðilum úr háskólunum annarsvegar og aðilum úr atvinnulífinu hinsvegar. Hvert erindi tekur 10 mínútur, svokölluð örerindi, þar sem farið er yfir áhugaverð efni er tengjast markaðsmálum. Hugmyndin var að hver háskóli leggi til eitt erindi á athyglisverðum háskólaverkefnum nemenda eða kennara og einnig voru tvö fróðleg erindi úr atvinnulífinu. Rauði þráðurinn er markaðsmál.
Erindin eru eftirfarandi:
Háskólinn í Reykjavík
Nemandi: Hildur Einarsdóttir
Gráða: MSc nemandi í viðskiptafræði
Verkefni: Tilraunir á áhrifum markaðssetningar með samfélagsmiðlum með notkun Conjoint greiningar og augnskanna.
Birtingahúsið
Frosti Jónsson, ráðgjafi í netmarkaðssetningu
Erindi: Frosti mun fjalla um gerð birtingaáætlana og val á miðlum. Samspil miðla, markmiðasetning og mat á árangri. Hann er með BA í sálfræði frá HÍ og MA í frumkvöðlafræði/hagnýt hagvísindi frá Bifröst.
Háskóli Íslands
Nemandi: Gunnar Freyr Róbertsson.
Gráða: MSc í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum
Verkefni: „Árangur í krafti markaðsfræðinnar“ .Markaðsfræðin býr yfir öflugum tækjum til að hámarka árangur fyrirtækja samhliða því að draga úr óþarfa kostnaði. Eru Íslendingar að nýta fræðin?
Vodafone
Sigrún Ásta Einarsdóttir, sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu. Sigrún Ásta stundar núna MBA við Háskóla Íslands. Erindi kemur síðar.
Háskólinn á Bifröst
Nemandi: Anna Fríða Garðarsdóttir
Gráða: B.Sc. í viðskiptafræði
Verkefni: Neysla erlendra ferðamanna í samanburði við Kanada og Nýja Sjáland
Hvar: húsnæði Háskólans á Bifröst í Reykjavík, Hverfisgötu 4-6, 5. hæð, 101 Reykjavík
Hvenær: Fimmtudagur 13. mars 2014
Tími: 09.00-10.30
Verð: Frítt