Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Úrræði – og úrræðaleysi – íslenskra og norskra framhaldsskóla gegn brotthvarfi innflytjenda

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
26. febrúar 2014 - 16:20 til 17:05
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
K206
Háskóli Íslands
Rósa Björg Þorsteinsdóttir menntunarfræðingur: Úrræði – og úrræðaleysi – íslenskra og norskra framhaldsskóla gegn brotthvarfi innflytjenda
Ágrip: Gerð verður grein fyrir niðurstöðu rannsóknar þar sem skoðað var hvaða úrræði íslenskir og norskir framhaldsskólar hafa til að vinna gegn brotthvarfi innflytjenda. Byggt er á hálfopnum viðtölum við skólastjórnendur, deildarstjóra, ráðgjafa og kennara. Athugaðir voru eftirtaldir þættir: áherslur skólanna í vinnu með innflytjendum, félagsleg staða innflytjenda í nemendahópnum, stoðþjónusta við innflytjendur, félagsleg mismunun, foreldrasamstarf, fjölmenningarlegur auður og brotthvarf úr framhaldsskóla. Niðurstöður gefa til kynna að framhaldsskólarnir hafi takmörkuð úrræði. 
 
 
Málstofur um framhaldsskólarannsóknir í febrúar til apríl 2014
Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi og í unglingabekkjum grunnskóla sem hafa þýðingu fyrir framhaldsskólastarf. Málstofurnar, sem verða sjö talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu K206 kl. 16:20–17:05 á miðvikudögum í febrúar til apríl 2014. Erindin eru um 20 mínútur og jafnlangur tími ætlaður til umræðna.
 

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012