Hvenær hefst þessi viðburður:
5. febrúar 2014 - 16:20 til 17:05
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
K206

Atli V. Harðarson skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og nýdoktor frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands: Lýðræði og skólar
Ágrip: Rætt verður um eftirtaldar spurningar: 1. Hvað af því sem einkennir farsælt lýðræði á heima í framhaldsskóla? 2. Hverju þarf að breyta svo skólar verði lýðræðislegri? 3. Hvaða hindranir eru í vegi slíkra breytinga? Hindranir sem verða ræddar eru annars vegar tæknihyggja og þröng sýn á gildi menntunar og hins vegar skipulag sem gerir nemendur að neytendum „skólaþjónustu“ fremur en þátttakendum í skólasamfélagi.
Málstofur um framhaldsskólarannsóknir í febrúar til apríl 2014
Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs boða til funda (málstofa) um rannsóknir á framhaldsskólastarfi og í unglingabekkjum grunnskóla sem hafa þýðingu fyrir framhaldsskólastarf. Málstofurnar, sem verða sjö talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð í stofu K206 kl. 16:20–17:05 á miðvikudögum í febrúar til apríl 2014. Erindin eru um 20 mínútur og jafnlangur tími ætlaður til umræðna.