Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Meistaraprófsfyrirlestur í matvælafræði; Helga Franklínsdóttir

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
30. janúar 2014 - 15:30
Nánari staðsetning: 
Matís, Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík
Háskóli Íslands

Helga Franklínsdóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í matvælafræði. Verkefnið ber heitið „Application of waterjet cutting in processing of cod and salmon fillets

Ágrip

Markmið þessa verkefnis var að koma á vitneskju um vatnsskurð á fiski sem gæti nýst í hönnun á FleXicut.  FleXicut er vatnsskurðartækni þróuð fyrir hvítfisk með áherslu á þorsk sem er fær um að skera mismunandi mynstur og beygðan skurð. Samband milli vatnsskurðarskilyrða, tegunda, eðliseiginleika og hitastigs í flökum voruð rannsökuð. Þorsk og laxaflök voru prófuð með því að nota mismunandi forkæli aðferðir og flök annað hvort með eða án roðs. Helstu skilyrði fyrir góðum skurði voru gæði og hreinleiki skurðar til að finna út á hvaða bili bestu skurðar skilyrðin væru. Niðurstöður sýndu framá að skurðarhraði skipti hvað mestu máli þegar kemur að gæði fiskiflaka þar sem salli eykst í flökunum við aukin skurðhraða. Bandvefurinn var aðal vandamálið í sporðarsnyrtingunni þar sem skurður var ekki að ná í gegn þá sérstaklega fyrir þorskflök. Undirkæling á undan skurði sýndi framá á betri skurð og minni salla í flökunum. Þetta skipti meira máli fyrir laxaflök í samanburði við þorskflök þar sem gæði skurðar gegnum roð og sporðsnyrtingu var mun betri.

Leiðbeinendur: Sigurjón Arason, prófessor martvælafræði HÍ og yfirverkfræðingur Matís, dr. Kristín Anna Þórarinsdóttir, verkefnastjóri Marel and Ásbjörn Jónsson, verkefnastjóri Matís

Prófdómari: Dr. Björn Margeirsson, þróunarstjóri Promens


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012