Hvenær hefst þessi viðburður:
1. febrúar 2014 - 9:00 til 16:00
Nánari staðsetning:
Háskólabíó

Hin árlega First Lego League hönnunarkeppni fer fram í Háskólabíói á laugardaginn kemur. 150 grunnskólanemar hafa skráð sig til leiks í spennandi keppni sem er í umsjá Verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Keppnin nær hámarki á milli 13 og 16.
Markmið keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á vísindum og tækni, sem og að efla sjálfstraust, leiðtogahæfni og lífsleikni.
Keppendur eru á aldrinu 9-16 ára. Í hverju liði eru 6-10 börn og a.m.k. einn fullorðinn liðsstjóri. Öll lið fá senda þrautabraut átta vikum fyrir keppni til að undirbúa sig, en unnið er með nýtt viðfangsefni á hverju ári. Þemað í ár er Náttúruöfl (Nature’s Fury). Sjá dagskrá.
Allir velkomnir.