Hvenær hefst þessi viðburður:
30. janúar 2014 - 19:30 til 20:30
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
101

Konfúsíusarstofnunin Norðurljós sýnir fyrsta hluta heimildamyndasyrpunar„China from the Inside“:
Valdið og fólkið (2008) PBS
Oddi 101, 30. janúar kl. 19:30
„China from the Inside“ er fjórþætt heimildamyndasyrpa unnin af bandarísku sjónvarpsstöðinni PBS.
Í þessum fyrsta hluta er fylgst með eftirlitsmönnum á landamærum Kína og Kasakstan, flokksfundum, embættismönnum í Tíbet sem reyna að koma yfirvaldinu að á grasrótarstigi, þorpskosningum, og spilltum fjárdráttarmanni í fangelsi sem var sýknaður af dauða-refsingunni. Kínverjar hvaðan æfa að, frá bændum til embættismanna, tala opinskátt um vandamálin sem ríkja í landinu og leiðir fram á við.
Sýningartími: 60 mín.
Allir eru velkomnir.