Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Lessons from the study of power and democracy in Denmark

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
30. janúar 2014 - 17:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Oddi, 101
Jørgen Goul Andersen

Í tilefni af Nordic Workshop on Democracy sem haldið verður í Aðalbyggingu Háskóla Íslands föstudaginn 31. janúar mun Jørgen Goul Andersen, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Álaborg, halda opnunarfyrirlestur í Odda fimmtudaginn 30. janúar.

Erindið nefnist Lessons from the study of power and democracy in Denmark.

Jørgen Goul Andersen er einn aðalhöfunda rannsóknarskýrslu sem unnin var fyrir dönsk stjórnvöld upp úr síðustu aldamótum um lýðræði og vald í Danmörku. Í fyrirlestri sínum mun hann fara yfir helstu niðurstöður skýrslunnar. Er óhætt að segja að skýrslan hafi vakið mikla athygli á sínum tíma og hafi enn mikið gildi fyrir rannsóknir á norrænu lýðræði. Engin sambærileg rannsókn hefur verið gerð um íslenskt lýðræði.

Málþingið er hluti rannsóknarverkefnis Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands How Does Democracy Work in Iceland? Practices, Norms and Understanding.Í verkefninu eru íslenskar lýðræðishugmyndir, ríkjandi skilningur, starfsvenjur og gildi, rannsakaðar. Verkefnið byggir á þverfaglegri nálgun, og er ætlað að greina bæði þau ferli sem voru hvað mest áberandi í stjórnmálum og stjórnsýslu fram að falli bankanna og þá félagslegu og stjórnmálalegu kreppu sem fylgdi í kjölfarið.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er öllum opinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012