Hvenær hefst þessi viðburður:
12. mars 2017 - 12:00 til 18:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Litla-Torg

Sunnudaginn 12. mars n.k. munu meistaranemar við Lagadeild Háskóla Íslands, í samstarfi við endurskoðunarfyrirtækið Deloitte, bjóða almenningi upp á endurgjaldslausa aðstoð við framtalsskil.
Aðstoðin fer fram í hliðarsalnum við Háskólatorg (Litla-torgi) frá kl. 12-18. Boðið verður upp á kaffi og veitingar meðan á aðstoðinni stendur.
Þeir sem vilja nýta sér aðstoðina eru beðnir um að hafa með sér eftirfarandi:
•Veflykil RSK.
•Lykilorð og/eða auðkennislykil fyrir heimabanka, eftir því sem við á.
•Verktakamiða síðasta árs, ef við á.
Lögfræðiaðstoð Orators, Lagadeild Háskóla Íslands og Deloitte.