
Námsbraut um kennslu í framhaldsskólum og Rannsóknarstofa um þróun skólastarfs við Háskóla Íslands boða til funda um rannsóknir á framhaldsskólastarfi. Málstofurnar, sem verða átta/níu talsins, verða haldnar í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Erindin eru að jafnaði um 20 mínútur og jafnlangur tími er ætlaður til umræðna. Erindin eru flutt á íslensku nema annað sé tekið fram.
Ívar Rafn Jónsson, kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur undir yfirskriftinni: Leiðsagnarnám og endurgjöf: Upplifun kennara og nemenda í framhaldsskólum.
Ágrip: Sagt er frá doktorsverkefni sem felst í því að skoða leiðsagnarnám (e. formative assessment) á framhaldsskólastigi. Eitt meginviðfangsefnið er að skoða skilning og upplifun nemenda og kennarar á framkvæmd og notkun á endurgjafar (e. feedback) í námi. Niðurstöður megindlega hluta rannsóknarinnar verða reifaðar og settar í samhengi við umræðu á Íslandi um innleiðingu og framkvæmd leiðsagnarnáms.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Upptökur af völdum fyrirlestrum hafa birst á vef Rannsóknarstofu um þróun skólastarfs.