Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Fyrirlestur: Jafnrétti óháð þjóðerni í löggjöf ESB um fólksflutninga vegna atvinnu.

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
13. janúar 2017 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 206
Háskóli Íslands

Mobilities and Transnational Iceland við Félags- og mannvísindadeild ásamt Mannréttindastofnun við Lagadeild Háskóla Íslands bjóða öllum áhugasömum á fyrirlestur Bjarneyjar Friðriksdóttur, sem lauk nýlega doktorsprófi frá Radboud háskóla í Hollandi.

Lýsing á fyrirlestri:
Í fimm tilskipunum Evrópusambandsins (ESB) um fólksflutninga vegna atvinnu sem samþykktar voru á árunum 2009 – 2014, er rétturinn til að njóta jafnréttis óháð þjóðerni settur fram með ólíkum hætti fyrir mismunandi hópa sem flytja frá „þriðja landi“ til ESB landa til að stunda atvinnu. Jafnrétti óháð þjóðerni er ein af grundvallarreglum alþjóðlegra og evrópskra mannréttindalaga og alþjóðlegarar vinnulöggjafar.

Í erindinu verður skoðað hvaða þættir ráða því hvernig þessari reglu er beitt í þessum fimm tilskipunum ESB, hver er tilgangurinn með því að veita ólíkum hópum mismunandi réttindi og hvort tilskipanirnar samræmist mannréttindalögum og alþjóðlegir vinnulöggjöf.

Fundarstjóri verður Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.

Bjarney Friðriksdóttir varði doktorsritgerð sína sem nefnist “What Happened to Equality? The Construction of the Right to Equal Treatment in European Union Law on Labour Migration“, við Radboud háskóla í Hollandi þann 21. nóvember síðastliðinn.

Hún er með meistaragráðu í alþjóða- og Evrópulögum (LL.M) frá Amsterdam háskóla og meistaragráðu í alþjóðamálum frá Columbia háskóla. Bjarney hefur meðal annars starfað hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi og sem sérlegur ráðgjafi teymis Eystrasaltsráðsins gegn mansali.

Einnig hefur hún unnið að rannsóknarverkefnum fyrir International Organization for Migration, Centre for European Policy Studies, European Union Agency for Fundamental Rights og European Network on the Freedom of Movement of Workers.

Allir velkomnir.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012