
Á málstofu Viðskiptafræðideildar fjallar Einar Guðbjartsson dósent um skattkerfið og framtíðina.
Skattkerfið og ógöngur þess hafa verið mikið í umræðunni á liðnum árum.
Sem dæmi má nefna skattgreiðslu stjórfyrirtækja, þunn eiginfjármögnun og samninga einstakra ríkja við stórfyrirtæki um lægri skattgreiðslur.
Skattkerfið hefur verið uppbyggt á svipuðum forsendum í 100 ár þó svo að hagkerfið sé allt annað en það var fyrir 100 árum.
Af hverju er ekki hægt að hugsa skattkerfið upp á nýtt? Hverjir hafa hag af því að halda þessu óbreyttu?
Í þessum fyrirlestri er rætt um þann forsendubrest sem núverandi skattkerfi býr við og gerð grein fyrir nýrri nálgun á skattkerfinu og hlutverki þess. Rætt verður m.a. um mikilvægi þess að hagkerfi og skattkerfi "vinni saman" og innheimta skatttekna verði sem skilvirkust.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.