Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Skattkerfið og framtíðin

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
11. nóvember 2016 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
HT-101
Einar Guðbjartsson

Á málstofu Viðskiptafræðideildar fjallar Einar Guðbjartsson dósent um skattkerfið og framtíðina.  

 

Skattkerfið og ógöngur þess hafa verið mikið í umræðunni á liðnum árum.

Sem dæmi má nefna skattgreiðslu stjórfyrirtækja, þunn eiginfjármögnun og samninga einstakra ríkja við stórfyrirtæki um lægri skattgreiðslur.

Skattkerfið hefur verið uppbyggt á svipuðum forsendum í 100 ár þó svo að hagkerfið sé allt annað en það var fyrir 100 árum.

Af hverju er ekki hægt að hugsa skattkerfið upp á nýtt?  Hverjir hafa hag af því að halda þessu óbreyttu?

Í þessum fyrirlestri er rætt um þann forsendubrest sem núverandi skattkerfi býr við og gerð grein fyrir nýrri nálgun á skattkerfinu og hlutverki þess.  Rætt verður m.a. um mikilvægi þess að hagkerfi og skattkerfi "vinni saman" og innheimta skatttekna verði sem skilvirkust.

Fyrirlesturinn er öllum opinn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012