Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Hjófaramyndun í vegum - samanburður við hröðuð álagspróf

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
9. nóvember 2016 - 15:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 156
Háskóli Íslands

Hector Angarita flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í byggingarverkfræði. Heiti verkefnisins er Hjófaramyndun í vegum - samanburður við hröðuð álagspróf.

Ágrip

Vegir og götur hrörna vegna álags frá þungum ökutækjum ásamt þeim veðurfarsþáttum er ríkja í umhverfi vegbyggingarinnar. Hjólfaramyndun er ein helsta brotmynd þunnra sveigjanlegra vega. Í ritgerðinni er greint frá þróun á hjólfaramyndun þriggja vegbygginga sem prófaðar hafa verið í fullum skala í sérstökum bílhermi. Vegbyggingarnar voru mælivæddar til að fá mælda svörun þeirra frá misháu öxulálagi. Gögnin eru greind og síðan notuð aflfræðileg aðferð til að spá fyrir um þróun hjólfaramyndunar og niðurstöðurnar síðan bornar saman við mælingar frá prófununum.

Leiðbeinendur: Sigurður Erlingsson og Bjarni Bessason, prófessor við Umhverfis og byggingarverkfræðideild. 
Prófdómari er Þorbjörg Sævarsdóttir, verkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu.

 

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012