Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Doktorsvörn við Stjórnmálafræðideild

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
18. desember 2013 - 14:00 til 16:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Hátíðarsalur
Ásthildur Elva Bernharðsdóttir
Miðvikudaginn 18. desember 2013 ver Ásthildur Elva Bernharðsdóttir doktorsritgerð sína “Culture and Crisis Management – How Culture Influences the Behavior of Decision Makers in Crisis Preparedness and Response”. Vörnin fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 14:00 og er öllum opin. Andmælendur eru Dr.  Bruce Dayton og Dr. Lina Svedin.
 
 Í rannsókninni er spurt hvort og hvernig greina megi áhrif menningar í viðbúnaði og viðbrögðum vegna áfalla. Gögn eru sótt í gagnabanka á vegum Moynihan Institute of Global Affairs í Maxwell School, Syracuse University, sem geymir tilviksrannsóknir á áfallastjórnun vegna ólíkra áfalla sem átt hafa sér stað í fjölda ríkja. Í rannsókninni var leitast við að greina hegðunarmynstur áfallastjórnenda á kerfisbundinn hátt og máta við hegðunarmynstur sem vænta má að fylgi  mismunandi menningarsjónarmiðum. 
 
Útgangspunktur rannsóknarinnar er Grid-Group Cultural Theory (GGCT) en samkvæmt henni er gagnlegt að greina og bera saman áherslur ólíkra menninga með týplogíu sem byggir á tveimur víddum. Önnur víddin, grind vísar til þess í hve miklu mæli einstaklinum finnst forskriftir af ýmsu tagi takmarka val þeirra. Hin víddin, hópur, vísar til þess hversu mikilvægt það er fyrir einstaklinga að tilheyra hópum. Með því að leggja saman þessar víddir má fá fjórfalda týpologíu af menningarlegum áherslum: stigveldi, jafnaðarhyggju, einstaklingshyggju og örlagahyggju.
 
Við þróun tilgáta um samband menningar og áfallastjórnunar var stofnað til „samtals“ milli Grid-Group Cultural Theory (GGCT) og Global Leadership and Organizational Behavior Effectiveness (GLOBE) rannsóknarverkefnisins. Mismunandi greiningarammar voru þróaðir í rannsókninni til að prófa samband á milli menningar og hegðunar stjórnenda eins og hún birtist undir fjórum þemum áfallastjórnunar: áhættuminnkandi aðgerðir, áfallastjórnendur/tegund ákvarðendahóps, upplýsingastjórnun og lærdómur.
Litið er sérstaklega til þeirra áhrifa sem ákveðin gildi (e. values) hafa í viðbúnaði og viðbrögðum og hvort greina megi togstreitu milli menningarsjónarmiða eins og GGCT gerir ráð fyrir.
Tilviksrannsókn á sambandi menningar og áfallastjórnunar í Suður Kóreu er framkvæmd til að sýna hvernig nota megi aðferðafræði rannsóknar til að varpa ljósi á samband menningar og áfallastjórnunar í ólíkum samfélögum.
Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að að hægt sé bæði að skilgreina og formgera menningu og að menning sé áhrifaþáttur í viðbúnaði og viðbrögðum vegna áfalla. 
 
Leiðbeinandi verkefnisins var Dr. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Í doktorsnefnd sátu Dr. Margaret G. Hermann, Háskólanum í Syracuse, NY, Bandaríkjunum, Dr. Gunnar Helgi Kristinsson, Háskóla Íslands, Dr. Bengt Sundelius, Háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð. 
 
Ásthildur Elva Bernharðsdóttir er fædd á Ísafirði 15. ágúst 1960. Hún starfar sem sérfræðingur í áfallastjórnun hjá Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði. Hún er Cand Oceon frá Viðskiptafræðideild og MA frá Sjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. 
Ásthildur hefur starfað sem framkvæmdastjóri Gæðastjórnunarfélags Íslands (nú Stjórnvísi) og forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknaseturs um smáríki. Hún hefur einnig sinnt fjölmiðlastörfum fyrir RÚV og Stöð 2. Síðustu 15 ár hefur Ásthildur komið að rannsóknum og kennslu á sviði áfallastjórnunar. Hún hefur sinnt rannsóknum í Svíþjóð og í Bandaríkjunum og leitt hóp íslenskra fræðimanna sem rannsökuðu viðbúnað og viðbrögð vegna íslenskra áfalla. Ásthildur hefur kennt áfallastjórnun við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og meistaranemum í opinberri stjórnsýslu og í alþjóðasamskiptum við háskólann í Syracuse, Bandaríkjunum. Þar kom hún einnig að uppbyggingu áfallabanka sem nær til ólíkra áfalla frá mismunandi ríkjum. 
Sonur Ásthildar er Elvar Þór Hjörleifsson
 
Nánari upplýsingar fást hjá Ásthildi Elvu
Simi: 898 1586
Netfang: aeb@hi.is
 

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012