Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Opnun HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
7. október 2016 - 13:00 til 17:30
Nánari staðsetning: 
Hátíðasalur Háskóla Íslands
Höfði

Þann 7. október næstkomandi hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðasal Háskóla Íslands. Málþingið hefst kl. 13:00 með opnunarávarpi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og stendur til kl. 17:30.

Aðalræðumenn eru Steve Killelea, stofnandi og stjórnarformaður Institute for Economics and Peace og höfundur Global Peace Index og Annika Bergman Rosamond, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Lundi.  Auk þeirra munu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur ávarpa málþingið.

Meðal annarra þátttakenda eru Michele Acuto, prófessor í alþjóðasamskiptum og þéttbýliskenningum við University College í London, Melanie Greenberg, forstöðumaður Alliance for Peacebuilding, hinn margrómaði leikstjóri Darren Aronofsky og sýrlenska útvarps- og heimildamyndagerðarkonan Obaidah Zytoon.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, stendur að fyrri pallborðsumræðum málþingsins í samstarfi við HÖFÐA Friðarsetur þar sem fjallað verður um áhrifamátt miðlunar og hvernig nýta megi mátt kvikmyndarinnar til þess að hafa áhrif á friðarhorfur í heiminum í dag. Í síðari pallborðsumræðum verður sjónum beint að auknu mikilvægi borga á alþjóðavettvangi og hvaða hlutverki borgarar geta gengt í friðarmálum.

HÖFÐI Friðarsetur er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og er vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf með áherslu á hlutverk borga, borgara og smáríkja í að stuðla að friði, friðarmenningu og friðarfræðslu.

Hér má nálgast dagskrá fyrir opnunarmálþing HÖFÐA Friðarseturs. 

Frekari upplýsingar er að finna á Facebook-síðu HÖFÐA Friðarseturswww.facebook.com/ReykjavikPeaceCentre/

Vefur HÖFÐA Friðarseturs verður formlega opnaður þann 7. október 2016.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012