Hvenær hefst þessi viðburður:
4. október 2016 - 12:10 til 13:10
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Hátíðasalur

Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðar til fundar til að vekja athygli á alvarlegri stöðu í menntakerfinu. Fundurinn verður haldinn í Hátíðasal HÍ kl. 12:10–13:10 þriðjudaginn 4. október nk.
Ef fram fer sem horfir mun menntuðum kennurum fækka í skólum landsins á næstu árum og áratugum. Nýnemum í kennaranámi við Háskóla Íslands hefur fækkað umtalsvert undanfarin ár. Aðsókn í námið hefur dregist saman um ríflega 60% frá árinu 2008. Þá hafa nýútskrifaðir kennarar ekki skilað sér sem skyldi í störf í skólum landsins og við blasir mikill skortur á kennurum á næstu áratugum.
Dagskrá
12:10-12:20 – Ávarp
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
12:20-12:30 – Fækkun nýnema í kennaranámi
Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
12:30-12:40 – Lýðfræði grunnskólakennara: Fjöldi kennara í náinni framtíð
Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
12:40-13:10 – Hraðaspurningar til fulltrúa stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram til Alþingis
Fundarstjóri: Helgi Seljan, fjölmiðlamaður og einn umsjónarmanna Kastljóss
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.