Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

„Svona kemur ekki fyrir konur eins og mig“. Þolendur heimilisofbeldis, öryggi og úrræði

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
22. september 2016 - 12:00 til 13:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafns Íslands
Háskóli Íslands

Rannveig Sigurvinsdóttir, nýdoktor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, heldur annan fyrirlestur haustmisseris í fyrirlestraröð RIKK og nefnist hann: „Svona kemur ekki fyrir konur eins og mig“. Þolendur heimilisofbeldis, öryggi og úrræði.

Fyrirlestraröðin fæst að þessu sinni við kynbundið ofbeldi og áhrif kynjakerfisins á heilsufar.

Rannveig Sigurvinsdóttir lauk doktorsprófi í samfélagslegri sálfræði frá University of Illinois í Chicago árið 2016 og MA-prófi frá sama háskóla árið 2013. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 2011. Rannsóknarsvið hennar er heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi, félagslegir þættir sem hafa áhrif á ofbeldi og inngrip gegn því.

Heimilisofbeldi er alvarlegt og þrálátt vandamál sem setur þolendur stöðugt í hættu. Mikilvægt er að bregðast við þessum samfélagsvanda og skilja hvaða áhrif inngrip gegn honum hafa. Kynntar verða niðurstöður viðtalsrannsóknar meðal þolenda heimilisofbeldis sem tóku þátt í átaksverkefni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjavíkurborgar árið 2015. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhrif átaksverkefnisins á öryggi þolenda, meðal annars í gegnum stuðning, styrk og úrræði.

Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Viðburðurinn er á Facebook!

Hádegisfyrirlestraröð RIKK á haustmisseri 2016 er haldin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012