
Laurène Alicia Lecaudey flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í líffæði. Verkefnið ber heitið: The origin of Apatania zonella in Iceland: A study based on molecular and morphological variation.
Uppruni vorflugunnar Apatania zonella á Íslandi var rannsakaður með athugun á breytileika í erfðaefni og útliti innan tegundarinnar. Greind voru sýni frá Íslandi (Vestfjörðum, Suðvesturlandi og Suðurlandi), frá suður Grænlandi og frá norður Evrópu og Alaska. Hvatbera DNA var raðgreint og borið saman við breytileika sem safnað hefur verið vegna Barcode of Life verkefnisins, auk þess sem þrjú kjarnagen voru raðgreind. Til samanburðar voru athugaðar ólíkar tegundir innan ættkvíslarinnar Apatania. Útlitsbreytileiki á afturenda og kynfærum kvendýra var greindur fyrir sýni frá Grænlandi, Íslandi og Noregi.
Leiðbeinandi er Snæbjörn Pálsson, prófessor við Líf og umhverfisvísindadeild.
Prófdómari er Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum.