
Vegna viðbótarumsóknarfrests um skiptinám á vormisseri 2017 verður haldinn kynningarfundur þar sem fulltrúar Skrifstofu alþjóðasamskipta kynna skiptinám almennt, fara yfir hvaða möguleikar eru í boði og ræða umsóknarferlið.
Háskóli Íslands er í samstarfi við yfir 500 háskóla víða um heim og árlega taka fjölmargir nemendur hluta af námi sínu við erlenda samstarfsskóla. Skiptinám er metið inn í námsferil við HÍ. Skiptinám veitir tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og efla tengslanetið, kynnast nýjum menningarheimum og skapar forskot á vinnumarkaði en rannsóknir sýna að vinnuveitendur horfa í auknum mæli til alþjóðlegrar reynslu.
Umsóknum skal skila ásamt fylgigögnum til Þjónustuborðs á Háskólatorgi fyrir kl. 17.00 þann 12. september.
Nánari upplýsingar
http://www.hi.is/skrifstofa_althjodasamskipta/skiptinam_a_vormisseri_2017