Hvenær hefst þessi viðburður:
7. september 2016 - 16:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
H-207

John O‘Toole, prófessor við Háskólann í Melbourne, Ástralíu heldur fyrirlestur á vegum RASK, Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og FLÍSS, Félags um leiklist í skólastarfi. Í fyrirlestrinum mun O´Toole fjalla um grunnþætti skapandi og gagnrýnna kennsluhátta. Hann mun sýna hvernig nýta má leiklist í almennu kennslustarfi á einfaldan hátt. Fyrirlesturinn gagnast kennurum á öllum skólastigum.
John O‘Toole er aðalhöfundur og ritstjóri listgreinahluta Aðalnámskrár Ástrala með áherslu á leiklist.
Allir velkomnir.