
Þverfræðilegt nám í umhverfis- og auðlindafræðum hófst við Háskóla Íslands fyrir rúmum tíu árum og af því tilefni býður námið fyrrverandi og núverandi nemendum sem og öðrum velunnurum til afmælishátíðar á degi íslenskrar náttúru.
Horft verður yfir farinn veg og litið til framtíðar með örerindum og pallborðsumræðum. Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.
Dagskrá:
- Ávarp
- Stiklað á stóru í sögu námsins: Dr. Guðrún Pétursdóttir og Dr. Brynhildur Davíðsdóttir
- Er ég orðin fullorðin núna? Örerindi frá brautskráðum nemendum.
- Hvert skal haldið næsta áratuginn? Pallborðsumræður með fjölbeyttum þátttakendum.
Léttar veitingar
Dagskráin fer fram á ensku – allir velkomnir og aðgangur ókeypis.
Um námið
Námsbraut í umhverfis- og auðlindafræði er þverfræðileg námsleið á framhaldsstigi sem stofnsett var á haustmisseri 2005. Námsbrautin heyrir undir öll fræðasvið Háskóla Íslands: Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Félagsvísindasvið, Hugvísindasvið, Menntavísindasvið og Heilbrigðisvísindasvið.
Námsbrautinni er ætlað að koma til móts við þarfir samfélagsins - sem og vaxandi áhuga nemenda - á rannsóknum, þjónustu og stefnumótun tengdum umhverfismálum og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda. Meginmarkmið námsins er að mennta nýja kynslóð fagfólks sem hefur haldgóða þekkingu og færni á sviði umhverfis- og auðlindafræða og getur unnið þvert á fræði- og faggreinar. Nemendahópurinn er alþjóðlegur og öll kennsla fer fram á ensku.