Hvenær hefst þessi viðburður:
6. september 2016 - 12:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 132

Dr. Ana Paula Soares de Matos, dósent við sálfræði- og menntavísindasvið hálskólans í Coimbra í Portúgal, heldur fyrirlestur í boði Sálfræðideildar Háskóla Íslands.
Þriðjudaginn 6. september 2016 klukkan 12:00 í stofu 132 í Öskju.
Algengi alvarlegrar geðlægðar og óyndis er talið vera að aukast í yngri aldurshópum og vísbending er um að lífstíðaralgengi alvarlegrar geðlægðar muni aukast meðal þeirra sem eru að vaxa úr grasi. Um 14% ungmenna greinast með alvarlega geðlægð/óyndi fyrir 15 ára aldur og algengi er a.m.k. tvisvar sinnum meira hjá stúlkum en drengjum. Auknar líkur eru á því að geðlægð taki sig upp og verði alvarlegri hjá ungmennum sem hafa greinst með geðlægð. Því er mikilvægt að byrgja brunninn og koma í veg fyrir þróun fyrstu geðlægðar. Hugur og heilsa er forvarnarverkefni þar sem áhersla er lögð á að unglingar fái leiðsögn við að breyta hegðun og hugsun í þeim tilgagni að efla þau í að takast á við álag daglegs lífs og bæta líðan sína. Þeim er kennt að hugsa um og meta aðstæður á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að takast á við margvíslegar félagslegar aðstæður. Námskeið er sett fram í handbók leiðbeinenda og bók með heimavinnu þátttakenda og er byggt á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar. Íslensk ungmenni voru fyrstu þátttakendur í verkefninu og falla texti, æfingar og myndir að hugarheimi þeirra. Nýnæmi verkefnisins er áhrifarík forvörn gegn fyrstu lotu alvarlegrar geðlægðar.