Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Nýnemadagar

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
1. september 2016 - 11:00 til 14:00
Staðsetning viðburðar: 
Nýnemadagar
Nýnemadagar verða haldnir dagana 29.ágúst - 2. september. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá þar sem skemmtun, fróðleikur og fjör ræður ríkjum.
 
Upplýsingaborð fyrir nýnema verður opið á Háskólatorgi alla vikuna frá kl. 10 - 14. Þar má fá svör við hinum ýmsu spurningum er varða námið, skólann, félagslífið, þjónustu og margt fleira.
 
Háskólakórinn syngur fyrir gesti Háskólatorgs þriðjudaginn 30. ágúst kl. 12.00 og Háskóladansinn veður með frábæra danssýningu í hádeginu miðvikudaginn 31. ágúst.
 
Reykjavíkurdætur gera allt vitlaust á Háskólatorgi kl. 12 fimmtudaginn 1. september. Ekki missa af kröftugu kvennarappi á nýnemadögum. 
 
Árlegt Nýnemafótboltamót SHÍ fer fram á túninu fyrir framan Aðalbygginguna fimmtudaginn 1. september um hádegisbil. Spilaður verður 7 manna bolti þar sem að minnsta kosti einn af hvoru kyni verður að vera inn á í einu. Leikirnir verða 2x7 mín. Það verður klikkuð stemning þar sem nemendafélögin keppa sín á milli um titilinn Besta Fótboltalið Háskóla Íslands. Veglegur farandbikar verður veittur vinningsliðinu! Allir velkomnir að koma að horfa á og styðja sitt lið!
 
 
Bendum nýnemum einnig á Nýnemavefinn þar eru ítarlegar upplýsingar um háskólasamfélagið, fyrstu skrefin í HÍ og þjónustu, einnig leiðbeiningar fyrir nýnema, fróðleikur og margt fleira. 

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012