
Frændafundur 9, íslensk/færeysk ráðstefna, verður haldin í Reykjavík dagana 26.-28. ágúst næstkomandi. Frændafundur er haldinn þriðja hvert ár til skiptis á Íslandi og í Færeyjum en um 40 fræðimenn af öllum sviðum háskólans halda fyrirlestra á ráðstefnunni um efni sem varða Ísland og Færeyjar.
Aðalfyrirlesarar í ár eru:
- Guðfinna Th Aðalgeirsdóttir, dósent við Verkfræði- og náttúruvísindasvið – Jarðvísindadeild
- Malan Marnersdóttir, prófessor í bókmenntum við Føroyamálsdeild Fróðskaparseturs Færeyja
- Sunleif Rasmussen, tónskáld
- Páll Theodórsson, eðlisfræðingur, vísindamaður emeritus við Raunvísindastofnun
Frændafundur 9 hefst föstudaginn 26. ágúst kl. 16:15 í Odda 101. Dagskrá laugardags og sunnudags fer fram í Odda 201, 202 og 206 og stendur frá kl. 10:00 til 16:50 á laugardag og 17:15 á sunnudag.
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Ekki þarf að skrá sig á ráðstefnuna.
Ráðstefnan er samstarf Færeyjanefndar Háskóla Íslands og Íslandsnefndar Fróðskaparseturs Færeyja.
Þeir sem hafa hug á að fara í ráðstefnukvöldverðinn skrá sig hér: fraendafundur.hi.is. Ráðstefnukvöldverðurinn verður í Flórunni (floran.is), Grasagarði Reykjavíkur, 27. ágúst klukkan 19:30. Verðið verður birt innan tíðar og eru ráðstefnugestir beðnir um að greiða á staðnum. Innifalið í verðinu er hlaðborð (kjöt-, fisk- og grænmetissmáréttir) og fordrykkur.
Fyrir kvöldverðinn, 18:30, verður boðið upp á leiðsögn um Grasagarðinn (grasagardur.is), gestir eru beðnir um að mæta við aðalinnganginn klukkan 18:30.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á heimasíðu samstarfsins. Einnig má senda fyrirspurnir um ráðstefnuna til Maríu Garðarsdóttur, maeja@hi.is.