Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Mín fyrstu skref í kennslu: Að mennta nemendur í líffræði.

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
5. september 2016 - 16:00
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
Stofa 131
Háskóli Íslands
Líney Hermannsdóttir flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í menntun framhaldsskólakennara. Heiti verkefnisins er Mín fyrstu skref í kennslu: Að mennta nemendur í líffræði.
 
Ágrip
 
Þessi ritgerð byggist á starfendarannsókn sem unnin var á tímabilinu frá lok ágúst 2014 til aprílloka 2016. Markmið rannsóknarinnar var leita svara við því hvað hvernig kennari sem er að stíga sín fyrstu skref í kennslu, menntar nemendur í líffræði. Menntun felur í sér að efla vitmuna-, félags- og tilfinningaþroska. Kennarinn þarf því að leita leiða til að ná góðum tengslum við nemendur og virkja þá í kennslustundum. Niðurstöður rannsóknarinnar byggja að mestu leyti á dagbókarskrifum rannsakanda. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að mikilvægt er að kennari nái góðum tengslum við nemendur til að stuðla að góðum samskiptum. Það gerir hann með því að sýna þeim virðingu og umhyggju. Einnig með því að huga að eigin velferð og vera góð fyrirmynd. Með fjölbreytilegum kennsluháttum er hægt að vekja áhuga nemenda á námsefninu, en í raunvísindakennslu skiptir miklu máli að nemendur fái æfingu í að beita tungumáli vísindanna. Með samræðum í kennslustundum getur kennari betur fylgst með hugtakaskilning nemenda og hjálpað þeim við merkingasköpun. Námsmat verður að endurspegla markmið kennslunnar og má ekki stýra yfirferð kennarans á námsefninu. Hefðbundin skrifleg próf geta haft neikvæð áhrif á hugarfar nemenda.
 
Leiðbeinandi var Hafþór Guðjónsson og umsjónarkennari Arnar Pálsson.
Prófdómari verður Stefán Bergmann.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012