Hvenær hefst þessi viðburður:
21. júlí 2016 - 12:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
Stofa 101

Bandaríski hagfræðingurinn dr. James S. Henry flytur fyrirlestur um aflandseignir, alþjóðlegt net skattaskjóla, skattsvik, peningaþvætti og ránræði (kleptocracy) og áhrif þess á efnahag þjóða í Háskóla Íslands, stofu 101 á Háskólatorgi, fimmtudaginn 21. júlí kl 12.
Erindi Henrys ber yfirskriftina „The Global Haven Industry: Size, Growth, and Key Impacts“.
Henry er bandarískur hagfræðingur, lögmaður og rannsóknablaðamaður sem hefur á undangengnum árum helgað sig rannsóknum á aflandsfjármálakerfinu. Henry er fyrrverandi aðalhagfræðingur ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey & Co en starfar nú m.a. sem ráðgjafi hugveitunnar Tax Justice Network. Henry er höfundur skýrslunnar The Price of Offshore Revisited sem út kom á vegum Tax Justice Network árið 2012 og vakti nokkra athygli.