
Nýnemadagar verða haldnir dagana 29.ágúst - 2. september. Boðið verður upp á glæsilega dagskrá þar sem skemmtun, fróðleikur og fjör ræður ríkjum.
Upplýsingaborð fyrir nýnema verður opið á Háskólatorgi alla vikuna, mánudag og þriðjudag kl. 10 - 16 og miðvikudag til föstudags frá kl. 10 - 14. Þar má fá svör við hinum ýmsu spurningum er varða námið, skólann, félagslífið, þjónustu og margt fleira.
Í vikunni verður boðið upp á örfyrirlestra um námsráðgjöf og skiptinám, kynningu á þjónustu og margt fleira.
Á nýnemadögum eru Háskólakórinn og Háskóladansinn með uppákomur í hádegishléum á Háskólatorgi og Stúdentaleikhúsið kynnir starfssemi sína. Einnig verður boðið uppá lifandi tónlist.
Í framhaldi af nýnemadögum eru Stúdentadagar haldnir. Á Stúdentadögum keppa nemendafélögin sín á milli í ýmsum greinum og hátíð er haldin á túninu fyrir framan Aðalbyggingu.
Bendum nýnemum einnig á Nýnemavefinn þar eru ítarlegar upplýsingar um háskólasamfélagið, fyrstu skrefin í HÍ og þjónustu, einnig leiðbeiningar fyrir nýnema, fróðleikur og margt fleira.