Hvenær hefst þessi viðburður:
13. maí 2016 - 8:30 til 14. maí 2016 - 13:00
Staðsetning viðburðar:
Nánari staðsetning:
102

Íslensk-frönsk ráðstefna um myndun og þróun geðraskana frá berrnsku til fullorðinsára: Nútímaþekking á faraldsfræði, áfallafræði, erfða- og líffræðilegum þáttum, samspil þroskaferlis einstaklinga og umhverfisþátta; ólíkir farvegir og áhrif í gegnum kynslóðir. Á Háskólatorgi 13. og 14. maí 2016.
Föstudagur 8:30 - 12:15 - Fundarstjóri: Magnús Karl Magnússon, prófessor og forseti Læknadeildar.
8:30 – 09:00 Setning. Borgarstjóri Reykjavíkur, sendiherra Frakka á Íslandi, forseti læknadeildar
9:00 – 09:20 Inngangsfyrirlestur: Hvernig getur sálmeinafræði og dýnamísk sálfræði gagnast okkur? Bertrand Lauth, lektor í barnageðlækningum við læknadeild HÍ, barna- og unglingageðlæknir á BUGL.
Frá sjónarhorni fullorðinsgeðlækninga og erfðafræði
9:20 – 10:05 Eintakabreytileikar og svipgerð. Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlæknisfræði við læknadeild HÍ, yfirlæknir á geðsviði Landspítala-Háskólasjúkrahúss.
10:05 – 10:35Áhrif matarræðis á geðraskanir barna, unglinga og geðsjúkdóma fullorðinna. Bryndís Eva Birgisdóttir, dósent, matvæla- og næringarfræðideild Háskóli Íslands.
10:35 – 11:05 Stutt hlé
11:05 – 11:35Þróun taugaþroskaraskana og geðraskana barna og unglinga: faraldsfræðilegar upplýsingar, áhættu- og verndandi þættir, afleiðingar varðandi ákvarðanatöku í þjónustu og meðferð. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss.
11:35 – 12:15 Pallborðsumræður. Spyrlar: Mario Speranza og Bertrand Lauth
12:15 – 13:15 Hádegishlé
Föstudagur 13:15 - 17:00 - Fundarstjóri: Patrice Dubus, barna-, unglinga- og fullorðinsgeðlæknir, sálgreinir, formaður AFERPIJ, Paris.
„Do they grow out of it ?“ Þróun og horfur taugaþroskaraskana og geðraskana barna og unglinga
13:15 – 14:00Þróunarsálarfræði unglinga: hvernig taugaþróunarmiðað líkanið og sálgreiningarlíkanið bæta hvort annað upp? Jean Chambry (samtímistúlkun), barnageðlæknir, yfirlæknir, Fondation Vallée, Gentilly (Frakkland).
14:00 – 14:45 Eigindleg greining á depurðarupplifun og reynslu unglinga: ávinningur meðferðar. Mario Speranza (samtímistúlkun), yfirlæknir og prófessor í barna- og unglingageðlækningum, Versailles Háskóli, Director of the INSERM Research Unit EA4047 "Health outcomes research in mental, cognitive, and motor disabilities"
14:45 – 15:15 Stutt hlé
15:15 – 15:45 Frá íslenskum og frönskum sjónarhóli: samanburður á tveimur ólíkum nálgunum í barna- og unglingageðlækningum. Bertrand Lauth (samtímistúlkun), lektor í barnageðlækningum við Læknadeild HÍ, barna- og unglingageðlæknir á BUGL
15:45 – 16:15 Myndun sköpunarhæfni, sálarstarfsemi og þróun geðraskana. Maurice Corcos (samtímistúlkun), prófessor í barna- og unglingageðlækningum, Paris-Descartes Háskóli; yfirlæknir, Institut mutualiste Montsouris, Paris, sálgreinir.
16:15 – 17:00 Pallborðsumræður. Spyrlar: Patrice Dubus og Dagbjörg Sigurðardóttir, yfirlæknir á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss
Laugardagur 09:00 - 13:00 - Fundarstjóri: Bertrand Lauth
9:00 – 9:30Frá sjónarhorni fullorðinsgeðlækninga: Geðklofi: vísbendingar um röskun á taugaþroska. Magnús Haraldsson, dósent í geðlæknisfræði við læknadeild HÍ, yfirlæknir á geðsviði Landspítala-Háskólasjúkrahúss.
Áfallafræði og geðrænir erfiðleikar frá einni kynslóð til annarrar
9:30 – 10:00Áföll, sorgir og þroskaferli. Afleiðingar á næstu kynslóðir með augum sálmeina- og áfallafræði. Bernard Golse (myndband upptaka, samtímistúlkun), yfirlæknir og prófessor í barna- og unglingageðlækningum, Paris Necker, formaður AEPEA Europe, sálgreinir.
10:00 – 10:45 Átraskanir og geðrænir erfiðleikar frá einni kynslóð til annarrar. Maurice Corcos (samtímistúlkun), prófessor í barna- og unglingageðlækningum, Paris-Descartes Háskóli; yfirlæknir, Institut mutualiste Montsouris, Paris, sálgreinir.
10:45 – 11:15 Stutt hlé
11:15 – 12:00Íslensku fornsögurnar: minningar um liðnar kynslóðir mótaðar af áföllum samtímans.
Torfi Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum við Íslensku- og menningardeild HÍ.
12:00 – 12:45 Pallborðsumræður. Spyrlar: Maurice Corcos og Jean Chambry
12:45 – 13:00 Ráðstefnulok