Quantcast
Channel: Viðburðir við HÍ - Events at the University of Iceland
Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012

Emily Lethbridge: Landnáma sem "chorography" og landakort

$
0
0
Hvenær hefst þessi viðburður: 
22. mars 2016 - 16:30
Staðsetning viðburðar: 
Nánari staðsetning: 
132
Háskóli Íslands

Landnámabók er einstætt ritverk sem margir hafa beint athygli að og skrifað um. Mörgum veigamiklum spurningum eru samt enn ósvarað, ekki síst hvað varðar uppruna Landnámabókar (þ.e.a.s. upprunalegan tilgang eða tilurð hennar), sköpunarferlið, og síðar notkun eða hagnýtingu hennar. Í þessu erindi mun ég ekki geta svarað þeim spurningum en með því að hugsa um Landnámabók og bera hana saman við 16- og 17-aldar bókmenntategund sem heitir ‚chorography‘ annars vegar, og hins vegar landakort eða landabréf, mun ég reyna að nálgast ritverkið og ritun þess frá nýju sjónarhorni.

Chorography hefur rætur sínar í klassískum bókmennta-hefðum þar sem ferðum, löndum, svæðum og stöðum var lýst, en einnig í miðaldatextum frá evrópu svo sem króníkum og öðrum textum þar sem landfræði er grundvöllur uppbyggingar þeirra. Chorography varð samt vinsælt sem ein af þremur greinum innan landafræði sem urðu sér fagsvið á 16. öld. Það má taka það fram að á Íslandi skrifaði Árni Magnússon slíkt verk sem hann kallaði ‚Chorographica Islandica‘. Það er athyglisvert að viðfangsefnið og efnisskipun í bókum sem eru flokkaðar sem ‚chorography‘ á mikið sameiginlegt með því sem finnst í Landnámabók. Í erindinu verða taldir upp nokkrir samanburðar-punktar.

Síðan verður rætt um hvernig kort og bókmenntir eiga ýmislegt sameiginlegt, og þjóna að mörgu leyti sambærilegum tilgangi. Bæði kort og frásagnir eru grindur eða formgerðir sem notuð eru til að skipuleggja upplýsingar eða fræði, með það að markmiði að hjálpa okkur að skynja heiminn og okkar stað í honum betur. Ég mun því ljúka þessu erindi með því að segja frá nokkrum hugleiðingum sem snúast um að túlka Landnámabók sem landakort eða landabréf — þó það kort sé skapað úr orðum, (frá-)sagna-kort (e. ‚narrative-map‘ eða ‚work of textual cartography‘).

Emily Lethbridge hlaut doktorsgráðu í forníslenskum bókmenntum frá Háskólanum í Cambridge en starfar nú sem sérfræðingur við Miðaldastofu innan Hugvísindasviðs, með aðstöðu á Árnastofun. Rannsóknasvið hennar eru m.a. íslensk handrit, samspil milli bókmennta og landslags, sérstaklega hvað varðar Íslendingasögurnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 3012